Ný vefsíða!

Verkefnið er nú formlega hafið á glænýrri vefsíðu í boði Bluth.is. Þökkum við þeim kærlega fyrir!

Fyrsti dagur verkefnisins var núna á mánudaginn (10. júní) og kynnum við tvo glænýja starfsmenn en það eru Pálmi Pálmason og Sonja Sigurðardóttir. Þið lásuð rétt. Við erum að tala um fyrstu stelpuna í hópnum síðan 2004!

Tökum á fyrsta sketchi ársins lauk í dag og viljum við þakka Tomma úr Radioactive Pants parkour hópnum kærlega fyrir hjálpina. Ef áætlunin stenst ætti sketchinn að vera tilbúinn seinnipartinn á morgun.

Eftir helgina hefjast svo tökur á kynningarsketchinum okkar og mun hann vera jafn grand og alltaf.

Annars viljum við óska ykkur gleðilegs þjóðhátíðardags. Við verðum með ítarlegri grein vonandi í næstu viku.