Um okkur

Frá því sumarið 2003 hafa nokkrir hreyfihamlaðir einstaklingar tekið sig til og skapað sína eigin atvinnu. Fyrstu árin var verkefnið sem fékk nafnið Götuhernaðurinn unnið í samstarfi við Sjálfsbjörg, Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ sem og UFE (Ungt Fólk í Evrópu). Verkefnið tók að þróast undanfarin ár og er þetta núna algjörlega sjálfstætt og óháð verkefni.

Verkefnið hefur vakið verðskuldaða athygli enda ekki oft sem hreyfihömluð ungmenni skapa sína atvinnu sjálf. Hefur verið fjallað um verkefnið á öllum helstu fjölmiðlum landsins. Ásamt því hefur verkefnið einnig verið tilnefnt til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins sem og hvatningaverðlauna Öryrkjabandalagsins.

Markmið hópsins er að breyta viðhorfum almennings til fatlaðs fólks og gera fatlaða að fyrirmyndum í samfélaginu. Frá byrjun hefur hópurinn verið með útvarpsrekstur, blaðaútgáfu, tónlistargerð, ljósmyndun og sketchagerð. Núna hefur hópurinn þó sérhæft sig aðallega við sketchagerð þó ekki sé langt í tónlistina og ljósmyndunina. Grínið er aðal tólið sem hópurinn notar og eru þau óhrædd við að gera grín að hverju sem er.