Dregið út á mánudaginn!

Í dag (laugardag) skelltum við okkur í Kringluna til að aðstoða Sjálfsbjörg við miðasölu á Jónsmessuhappdrættinu, gekk það mjög vel og seldust fjölmargir miðar. Við ætlum að endurtaka leikinn á morgun (sunnudag) og skella okkur aftur í Kringluna. Endilega mætið og heilsið upp á okkur, kaupið miða og styrkið gott málefni í leiðinni. Við minnum líka á að hægt er að kaupa miða í heimabankanum.

Sketchinn okkar, sem hægt er að horfa á hér, er búinn að fá verðskuldaða athygli einnig og hafa rúmlega 800 manns horft á hann síðan hann kom á netið fyrir þremur dögum.