Gleðileg jól!

Með þessum þessum grínsketch viljum við benda á að fátækt öryrkja er mjög raunveruleg og að margir hafi það ekki gott um jólin. Því viljum við hvetja fólk til að styðja við bakið á hvort öðru svo við getum öll notið gleðilegra Jóla.

Við viljum óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Við viljum þakka hljómsveitinni Dikta fyrir afnot af útgáfunni þeirra af laginu “Nóttin var sú ágæt ein” eftir Sigvalda Kaldalóns og Einar Sigurðsson frá Eydölum

Reykjavíkurmaraþonsketchinn mættur!

Heitið á Andra Valgeirsson!
Sendu smsið “2036” í símanúmerið
901 1000 fyrir 1000kr.
901 2000 fyrir 2000kr.
901 5000 fyrir 5000kr.

Eða farið hingað http://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=10884 og millifærið eða notið kreditkortin!

Við viljum þakka öllu dásamlega fólkinu sem tók þátt í þessu með okkur.

Sölvi Tryggvason
Arnar Pétursson
Silja Úlfarsdóttir
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Edda Garðarsdóttir
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
Friðrik Dór Jónsson
Sísý Ey fyrir lagið “Ain’t Got Nobody” sem er í myndbandinu
Strákunum í afgreiðslunni í Laugardalshöll

Slysið

Nýr sketch mættur á svæðið.

Við viljum nýta tækifærið og þakka Ríkharði M. Jósafatssyni kærlega fyrir aðstöðuna.

Á sólríkum degi sem þessum er stefnan tekin á bæinn!

Fylgist með á næstu dögum!

Kynningarsketch – Lítil gjöf er betri en stórt loforð

Þá er kynningarsketchinn loksins mættur! Endilega deilið ef ykkur líkar.

Við viljum þakka eftirfarandi:
Jóni Gunnari og bílnum hans J-LO
Internets á Íslandi (ISNIC)
Stoð
Eimskip
Hjúkkurnar á Borgarspítalanum
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Dregið út á mánudaginn!

Í dag (laugardag) skelltum við okkur í Kringluna til að aðstoða Sjálfsbjörg við miðasölu á Jónsmessuhappdrættinu, gekk það mjög vel og seldust fjölmargir miðar. Við ætlum að endurtaka leikinn á morgun (sunnudag) og skella okkur aftur í Kringluna. Endilega mætið og heilsið upp á okkur, kaupið miða og styrkið gott málefni í leiðinni. Við minnum líka á að hægt er að kaupa miða í heimabankanum.

Sketchinn okkar, sem hægt er að horfa á hér, er búinn að fá verðskuldaða athygli einnig og hafa rúmlega 800 manns horft á hann síðan hann kom á netið fyrir þremur dögum.

Er heppnin með þér?

Þar sem að við náðum ekki að klára að klippa sketchinn í gær þá viljum við bæta ykkur það upp með smá "preview" af laginu sem við notum í sketchinum. Núna er það annars spurningin... Er heppnin með þér?

Ný vefsíða!

Verkefnið er nú formlega hafið á glænýrri vefsíðu í boði Bluth.is. Þökkum við þeim kærlega fyrir!

Fyrsti dagur verkefnisins var núna á mánudaginn (10. júní) og kynnum við tvo glænýja starfsmenn en það eru Pálmi Pálmason og Sonja Sigurðardóttir. Þið lásuð rétt. Við erum að tala um fyrstu stelpuna í hópnum síðan 2004!

Tökum á fyrsta sketchi ársins lauk í dag og viljum við þakka Tomma úr Radioactive Pants parkour hópnum kærlega fyrir hjálpina. Ef áætlunin stenst ætti sketchinn að vera tilbúinn seinnipartinn á morgun.

Eftir helgina hefjast svo tökur á kynningarsketchinum okkar og mun hann vera jafn grand og alltaf.

Annars viljum við óska ykkur gleðilegs þjóðhátíðardags. Við verðum með ítarlegri grein vonandi í næstu viku.